Austfirskt samfélag til umfjöllunar í Listaháskólanum

news from nowhere karnaAustfirski listamaðurinn og hönnuðurinn Karna Sigurðardóttir flytur á morgun fyrirlestur við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands.

Fyrirlesturinn nefnist „News from Nowhere - Hönnun og samfélag“ og fjallar um samfélagsleg áhrif hönnunarverkefnisins „Austurland: Designs from nowhere“
Verkefnið, sem Karna stýrði ásamt Pete Collard, hefur vakið verðskuldaða athygli og hlaut Hönnunarverðlaun Íslands í fyrsta skipti sem þau verðlaun voru veitt.

Fyrirlesturinn í LHÍ er hlut af fyrirlestraröð hönnunar- og arkitektúrdeildarinnar sem nefnist GESTAGANGUR, en þar kynna ýmsir utanaðkomandi sérfræðingar spennandi verkefni sem þeir hafa unnið að.

Fyrirlesturinn fer fram í húsnæði LHÍ að Þverholti 11 í fyrirlestrasal A, þriðjudaginn 9. desember og hefst hann kl. 12:10. Allir eru velkomnir.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.