Hagnaðurinn af jólabingóinu rennur til dvalarheimila
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. des 2014 19:52 • Uppfært 10. des 2014 19:59
Kvenfélagið á Reyðarfirði afhenti í gær og í dag ágóða af jólabingói félagsins í ár. Það rennur til dvalarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði.
Hvort heimili fékk um sig 150 þúsund krónur að gjöf frá kvenfélaginu.
Félagið á heiðursfélaga á hvorum stað, þær Láru Guðmundsdóttir og Sigríður Gunnarsdóttir, en þær hafa starfað með félaginu í fjöldamörg ár.
Mynd 1: Jórunn, Ásdís, Jóhanna, Árni og Lísa Lotta við afhendinguna í Hulduhlíð
Mynd 2: Jóhanna, Sigurbjörg, Lísa Lotta og Ösp við afhendinguna í Uppsölum.
