Ný stikla úr Fortitude: Samstöðunni splundrað og öllu snúið á hvolf - Myndband
![fortitude promo 2](/images/stories/news/2014/fortitude_misc/fortitude_promo_2.jpg)
„Þetta er ekki samfélag sem tekur aðkomufólki opnum örmum," segir bandaríski stórleikarinn Stanley Tucci í stiklunni.
Aðrir leikarar skýra frá því að sérhver bæjarbúi eigi sér sín leyndarmál sem þeir hafi hag af því að halda leyndum en smám saman sé skýrt frá þeim.
Fortitude þættirnir voru teknir upp á Austurlandi síðasta vetur, einkum á Reyðarfirði og Eskifirði. Þeir eru eitt stærsta verkefni sem breska Sky sjónvarpsstöðin hefur ráðist í á sviði leikins sjónvarpsefnis.
Hérlendis hefur RÚV tryggt sér sýningarrétt á þáttunum.