Ný stikla úr Fortitude: Samstöðunni splundrað og öllu snúið á hvolf - Myndband

fortitude promo 2Sky sjónvarpsstöðin hefur staðfest að fyrstu þátturinn af Fortitude fari í loftið klukkan níu miðvikudagskvöldið 29. janúar. Af því tilefni hefur verið gefið út nýtt kynningarmyndband fyrir þættina.

„Þetta er ekki samfélag sem tekur aðkomufólki opnum örmum," segir bandaríski stórleikarinn Stanley Tucci í stiklunni.

Aðrir leikarar skýra frá því að sérhver bæjarbúi eigi sér sín leyndarmál sem þeir hafi hag af því að halda leyndum en smám saman sé skýrt frá þeim.

Fortitude þættirnir voru teknir upp á Austurlandi síðasta vetur, einkum á Reyðarfirði og Eskifirði. Þeir eru eitt stærsta verkefni sem breska Sky sjónvarpsstöðin hefur ráðist í á sviði leikins sjónvarpsefnis.

Hérlendis hefur RÚV tryggt sér sýningarrétt á þáttunum.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.