Austfirskt tónskáld tilnefnt fyrir tónverk ársins
![thorunn greta sigurdardottir](/images/stories/news/folk/thorunn_greta_sigurdardottir.jpg)
Í umsögn valnefndar um verkið segir að það sé „látlaust og seiðandi" og titill þess vel til fundið „þar sem hljóðfærin endurspegla hægferðugt áratak í lygnu vatni.
Grunntónbil flestra strengjahljóðfæra, fimmundin, er áberandi í verkinu og yfirtónaraðir sömuleiðis."
Þórunn Gréta er uppalin á Fljótsdalshéraði og hóf þar píanónám. Hún fór í framhaldsnám í píanóleik í Reykjavík og síðar í tónsmíðanám við Listaháskólanám. Hún lauk fyrr á árinu meistaranámi frá Hamborg í Þýskalandi.
Hún réði sig í haust sem organista til Eskifjarðar en maður hennar, Davíð Þór Jónsson, er héraðsprestur í Austurlandsprófastdæmi.
Í flokknum eru einnig tilnefnd verk eftir Daníel Bjarnason, Atla Heimi Sveinsson, Svein Lúðvík Björnsson og Önnu Þorvalsdóttur.
Verðlaunin verða afhent í Hörpu þann 20. febrúar.