Jólalagið orðið að hefð hjá 10. bekk Egilsstaðaskóla - Myndband
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. des 2014 13:39 • Uppfært 24. des 2014 15:09
Nemendur í tíunda bekk Egilsstaðaskóla luku haustönn sinni með því að semja jólatexta, syngja hann og gera myndband. Þetta er annað árið í röð sem bekkurinn ræðst í slíka vinnu.
Krakkarnir réðust ekki á garðinn þar sem hann var lægstur því textinn er saminn við lagið „Let it Go" úr Disney-teiknimyndinni Frozen en lagið fékk meðal annars Óskarsverðlaun fyrir besta frumsamda lagið.
Stelpurnar í bekknum hjálpuðust að við að gera textann en þeir Aron Steinn Halldórsson og Atli Berg Kárason tóku og klipptu myndbandið.
Krakkarnir leika sjálf í myndbandinu en umsjónarkennararnir Sigfús Guttormsson og Anna Björk Guðjónsdóttir leika þar einnig stór hlutverk.
Og með þessu myndbandi óskum við hjá Austurfrétt lesendum okkar gleðilegra jóla.