Haftyrðill flæktist upp á Jökuldal um jólin

haftyrdill elinborgHeimilisfólkið á Hákonarstöðum á Jökuldal fékk heldur óvenjulega heimsókn á Þorláksmessu. Sjaldgæft er að haftyrðlar finnist á lífi svo innarlega í landi.

Það var Páll Benediktsson, bóndi, sem fann fuglinn þegar hann var að gefa snjótittlingunum og og náði að fanga hann.

Honum var komið í húsaskjól en fljótt fundin ferð fyrir hann út að sjónum þar sem honum var sleppt.

„Fuglar eru svo viðkvæmir fyrir svona hnjaski svo það var eiginlega ekkert annað að gera en að koma honum sem fyrst niður á sjó," segir Elínborg Sædís Pálsdóttir, líffræðingur, sem var heima hjá foreldrum sínum í jólafríi.

Haftyrðlar hafa ekki verpt á Íslandi í 20 ár en koma í stórum stíl upp að landinu að vetrum. Fuglarnir eru litlir og léttir og geta auðveldlega fokið upp á land séu aðstæður þannig.

Í beinni loftlínu eru um 60 km frá Hákonarstöðum að sjó heimilisfólkið telur að hann hafi fokið lengri leið þar sem norðanátt hafi verði ríkjandi.

„Það er þekkt að haftyrðlar fjúki lengst inn til landsins jafnvel uppá hálendið þó svo að fáir hljóti viðlíka móttökur og þessi," segir Hálfdán Helgi Helgason, líffræðingur sem var hjá tengdaforeldrum sínum í jólafríi.

„Það gerist ekki oft þó svo að það sé þekkt að haftyrðilshræ hafi fundist lengst inn til landsins, sér í lagi á vetrum."

Haftyrðillinn og Jökla Dröfn Hálfdánardóttir. Mynd: Elínborg Sædís Pálsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.