Skip to main content

Austfirsku skólarnir til leiks í Gettu betur

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. jan 2015 11:26Uppfært 13. jan 2015 11:28

va gettubetur jan14 0001 webLið Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands mæta til leiks í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur í vikunni.


Fyrsta umferð keppninnar fer fram í vikunni og hófst í gærkvöldi. ME-ingar mæta hins vegar til leiks í kvöld gegn Framhaldsskólanum í Vestmanneyjum klukkan 20:00.

Liðið er óbreytt frá í fyrra en það skipa þau Ingvar Þorsteinsson, Þórir Steinn Valgeirsson og Herdís Þórhallsdóttir.

Verkmenntaskólinn mætir á móti með alveg nýtt lið en liðið mætir Menntaskólanum í Reykjavík klukkan 19:30 annað kvöld.

Síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar er á fimmtudag og í lok þess verður dregið í annarri umferð. Sigurliðin í henni vinna sér þátttökurétt í sjónvarpshluta keppninnar.

Mynd: Lið VA í fyrra komst í aðra umferð.