Austfirsku skólarnir til leiks í Gettu betur

va gettubetur jan14 0001 webLið Menntaskólans á Egilsstöðum og Verkmenntaskóla Austurlands mæta til leiks í spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur í vikunni.

Fyrsta umferð keppninnar fer fram í vikunni og hófst í gærkvöldi. ME-ingar mæta hins vegar til leiks í kvöld gegn Framhaldsskólanum í Vestmanneyjum klukkan 20:00.

Liðið er óbreytt frá í fyrra en það skipa þau Ingvar Þorsteinsson, Þórir Steinn Valgeirsson og Herdís Þórhallsdóttir.

Verkmenntaskólinn mætir á móti með alveg nýtt lið en liðið mætir Menntaskólanum í Reykjavík klukkan 19:30 annað kvöld.

Síðasta keppniskvöld fyrstu umferðar er á fimmtudag og í lok þess verður dregið í annarri umferð. Sigurliðin í henni vinna sér þátttökurétt í sjónvarpshluta keppninnar.

Mynd: Lið VA í fyrra komst í aðra umferð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.