Gettu betur: Báðir austfirsku skólarnir úr leik
![va gettubetur 2015](/images/stories/news/2015/va_gettubetur_2015.jpg)
ME tapaði gegn Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld, 20-16. Viðureignin var afar jöfn allan tíman. ME jafnaði nokkrum sinnum en Vestmannaeyjaliðið hafði alltaf forustuna.
ME datt þó ekki endanlega úr leik fyrr en að lokinni síðustu keppni umferðarinnar. Stigahæsta tapliðið komst áfram og um tíma var ME eitt þeirra liða sem jöfn voru með 16 stig. Fjölbrautarskóli Suðurnesja skaust þó fram úr og náði 18 stigum í gær.
Lið ME skipuðu Ingvar Þorsteinsson, Herdís Þórhallsdóttir og Þórir Steinn Valgeirsson en Kolbrún Þóra Sverrisdóttir stýrði æfingum.
Verkmenntaskólinn tapaði gegn margföldum sigurvegurum Menntaskólans í Reykjavík á miðvikudagskvöld 10-25 á miðvikudagskvöld. Lið VA getur þó borið höfuðið hátt eftir ágæta frammistöðu gegn afar sterkum mótherja.
Í liðinu voru þau Þórunn Egilsdóttir, Sigurður Ingvi Gunnþórsson og Þorvaldur Marteinn Jónsson. Þjálfari var Óskar Ágúst Þorsteinsson.