Egilsstaðabúar hita upp fyrir þorrablótið – Myndband

fljotsdalsherad blot videoBóndadagur er á föstudag og þar með hefst þorrablótsvertíðin. Fjölmörg blót verða austanlands fyrstu helgina og hefur þorrablótsnefnd Egilsstaðabúa sent frá sér upphitunarmyndband fyrir helgina.

Eins og venjan er blóta Egilsstaðabúar þorra strax á bóndadag en meðal annarra Austfirðinga sem blóta þorra um helgina eru Vopnfirðingar og Borgfirðingar á laugardag.

Að venju er mikil vinna lögð í skemmtiatriðin og hefur þorrablótsnefndin á Egilsstöðum sent frá sér stutt kynningarmyndband um blótið sem notið hefur talsverðrar athygli á samfélagsmiðlum.

Járnkonan Svanhvít Antonsdóttir, sannleiksnefndin og Lagarfljótsormurinn og dansandi oddvitar listanna í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs eru meðal þeirra sem bregða fyrir í myndbandinu.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.