Allir eiga sín leyndarmál í Foritude – Myndband
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. jan 2015 08:54 • Uppfært 20. jan 2015 09:00
Leikararnir Richard Dormer og Stanley Tucci ræða um persónur sínar í Fortitude og samfélagið þar í nýju kynningarmyndbandi um þættina. Níu dagar eru í frumsýningu þeirra.
„Það eiga allir sín leyndarmál í Fortitude, sum þeirra eru dekkri en önnur," segir Dormer sem leikur lögreglustjóra staðarins, Dan Andersson.
Hann lýsir honum sem góðum manni sem hafi þurft að gera slæma hluti. Hann haldi faglegri fjarlægð við fólkið í litlu samfélagi en sé alltaf tilbúinn til hjálpar.
Tucci leikur á móti rannsóknalögreglumanninn Morton sem er sendur frá Lundúnum til að aðstoða við morðrannsóknina.
Tucci segir Morton sérfræðing í að ná upplýsingum upp úr fólki og hann komi inn í samfélag sem hegði sér eins og stór ósamstíga fjölskylda. Þetta sé þó ekki samfélag sem bjóði aðkomumenn velkomna og hann reynir það sjálfur á samstarfi sínu við Dan.