Helgin: Fljótsdalshérað mætir Árborg í Útsvari í kvöld

karfa hottur breidablik jan15 0065 webFljótsdalshérað mætir Árborg í spurningakeppninni Útsvar í sjónvarpinu í kvöld. Karlalið Hattar í körfuknattleik og Þróttar í blaki spila útileiki um helgina.

Það eru þau Björg Björnsdóttir, Eyjólfur Þorkelsson og Þorsteinn Bergsson sem skipa Útsvarsliðið sem mætir til leiks í beinni útsendingu á RÚV klukkan 21:00 í kvöld.

Karlalið Þróttar í blaki, sem er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar, spilar í kvöld gegn Aftureldingu og gegn HK á morgun. Báðir leikirnir eru á útvelli.

Þá heimsækir körfuknattleikslið Hattar Skagamenn klukkan 14:30 á morgun. Höttur er fyrir umferðina með átta stiga forskot í efsta sæti.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.