Fortitude: Mæðginin, bíllinn og hundurinn með hlutverk
![fortitude berglindleifs leifurpall](/images/stories/news/2015/fortitude_berglindleifs_leifurpall.jpg)
„Bílinn og hundurinn fengu líka hlutverk þannig að við eigum eftir að koma fram í fleiri þáttum," sagði Berglind í samtali við Austurfrétt að lokinni forsýningu fyrsta þáttarins á Reyðarfirði fyrir kemstu.
Berglind var í hópi sem var fyrir utan gistiheimilið Tærgesen sem gegnir hlutverki þorpskrárinnar The Fox í þáttunum en Leifur kemur við sögu síðar í þáttaröðinni.
„Ég leik strák sem hleypur inn á herbergi og labba síðan inn þar sem partýið var en ég á eftir að sjá hvernig það kemur út," segir hann.
Þau voru ánægð með hvernig Reyðarfjörður birtist í þáttunum og sömuleiðis þættina sjálfa.
„Þetta leit mjög flott út og þættirnir voru afar spennandi," segir Leifur Páll.
„Mér fannst gaman að sjá hvernig þeir endurgerðu okkar samfélag. Þegar leikarnir horfðu út um gluggana (í skotum sem tekin voru í myndveri í Lundúnum) var eins og maður horfði út um gluggana hér í bænum," segir Berglind.
„Þættirnir komu mér annars á óvart, ég átti von á ð þeir yrðu öðruvísi en þeir voru mjög spennandi."