Listamannaspjall í Skaftfelli í dag

Þurp djupDanski listamaðurinn Cai Ulrich von Platen, gríski listamaðurinn Effrosyni Kontogeorgou og breski rithöfundurinn Helen Jukes eru gestalistamenn Skaftfells í febrúar. Þau kynna verk sín og viðfangsefni fyrir áhugasömum í listamannaspjalli í dag.

Cai Ulrich er sjónlistamaður sem fengist hefur við málverk, innsetningar, ljósmyndun og vídeólistaverk. Hann hefur bæði staðið fyrir einkasýningum en einnig tekið þátt í víðtækum samvinnuverkefnum listamanna.

Effrosyni vinnur með listform sem bundin eru við tíma, svo sem leikverk og vídeó. Hún sýnir ljóðrænar myndir, textabrot eða hreyfingar þar sem furðuleiki hversdagslífsins er afhjúpaður.

Helen er breskur rifhöfundur sem hefur sérstakan áhuga á sambandinu milli handa, fóta, slétta og óbyggða og hvernig við búum til tungumál fyrir þessa hluti. Hún vinnur að bók um býflugnarækt og starfar meðal annars sem leiðbeinandi í ritlist hjá samtökum fyrir heimilislausa í Oxford.

Spjallið hefst klukkan 17:00 og er öllum opið.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.