Er með fleiri myndir af vinnuvélunum en barnabörnunum – Myndband
![armann halldorsson](/images/stories/news/2015/armann_halldorsson.jpg)
Myndbandið var unnið fyrir ársskýrslu fyrirtækisins árið 2012 en þar er Ármanni fylgt eftir í vinnu sinni við snjóflóðavarnagarðana í Neskaupstað.
Í því er talað um að kraftmikinn mann þurfi til að breyta fjalli og bent á að verkefnin hafi leitt Ármann upp um öll fjöll á Austurlandi.
Þá er komið inn á viðurnefni hans sem Íslandsmeistari í beinafundi en hann hefur komið niður á þrettán sögulegar minjar á ferlinum.
Síðast en ekki síst þykir honum vænt um vinnuvélarnar sínar og er með fleiri myndir af þeim en barnabörnunum í kringum sig.
N1 Egilsstaðir Ármann Halldórsson from Bernhard Kristinn Photography on Vimeo.