Breytti jeppanum í rafbíl ánægjunnar vegna

gudmundur ingvi johannsson rafbillGuðmundur Ingvi Jóhannsson, fyrrum rafmagnstæknifræðingur á Egilsstöðum, pantaði sér íhluti frá Kína og Sviss í gegnum netið og breytti Toyota Hilux bifreið sinni í rafbíl. Hann segir bílinn skemmtilegri í akstri eftir breytingarnar.

„Mér finnst skemmtilegra að keyra hann því það heyrist minna í honum," segir Guðmundur Ingvi.

Hann var í um eitt og hálft ár inni í bílskúr að breyta bílnum. Fyrir tíu árum síðan breytti hann Suzuki-fólksbíl í rafbíl en sá bíll var kominn á aldur og Guðmundir vildi öflugri fararskjóta.

„Mig langaði að eiga líka bíl sem ég gæti notað á veturna, hafa jeppa svo ég kæmist það sem ég vildi."

Í stað bensínvélarinnar eru komnir 22 rafgeymar og sex litlir mótorar sem Guðmundur pantaði á netinu. Hann kemst um 80 kílómetra á einni færslu á sumrin en 60-70 km að meðaltali á veturna.

Hann segir rekstrarkostnaðinn um helmingi lægri eftir breytinguna en hana hafi hann aðallega ráðist í ánægjunnar vegna.

„Ég er orðinn svo gamall að ég hafði ekkert annað að gera. Þetta borgar sig ekki peningalega. Breytingarnar kosta álíka mikið og sams konar bíll nýr."

Nánar er rætt við Guðmund Ingva í Glettum á sjónvarpsstöðinni N4 klukkan 18:30 í kvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.