Keppnir helgarinnar: Fjarðabyggð mætir Reykjanesbæ í Útsvari

barkinn 2014 0163 webMikilvægir leikir eru framundan í toppbaráttu fyrstu deildar karla í körfuknattleik um helgina. Kvennalið Þróttar í blaki spilar tvo útileiki, Útsvarslið Fjarðabyggðar tekur þátt í annarri umferð og söngkeppni ME fer fram í kvöld.

Viðureign Fjarðabyggðar og Reykjanesbæjar hefst klukkan 20:25 í beinni sjónvarpsútsendingu. Lið Fjarðabyggðar skipa þau Jón Svanur Jóhannsson, Guðjón Björn Guðbjartsson og Alma Sigurbjörnsdóttir.

Reykjanesbær hefur löngum átt sterkt lið og þrisvar sinnum komist í undanúrslit.

Átján atriði eru skráð til leiks í söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum, Barkanum sem hefst klukkan 19:00 í Valaskjálf í kvöld. Sigurvegarinn tekur þátt fyrir hönd skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna.

Kvennalið Þróttar í blaki leikur tvo útileiki gegn Stjörnunni, þann fyrri í kvöld og þann seinni á sunnudag. Stjarnan er í þriðja sæti, níu stigum á undan Þrótti.

Helgin er líka mikilvæg fyrir körfuknattleikslið Hattar sem tekur á móti Val klukkan 15:00 á sunnudag. Valsmenn, sem eru í fimmta sæti, gætu reynst örlagavaldar um helgina því þeir mæta FSu, sem er í öðru sæti deildarinnar átta stigum á eftir Hetti, í kvöld.

FSu á síðan annan erfiðan leik því liðið tekur á móti nágrönnum sínum í Hamri, sem eru í þriðja sæti, á mánudagskvöld.

Þá hefur Fjarðabyggð keppni í A-deild Lengjubikars karla. Liðið mætir Þór í Fjarðabyggðarhöllinni klukkan 14:00 á sunnudag.

Sunna Ross sigraði í Barkanum í fyrra. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.