Ríkey Ásta vann Barkann öðru sinni: Myndir og myndband
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 17. feb 2015 16:00 • Uppfært 17. feb 2015 16:01
Ríkey Ásta Þorsteinsdóttir, nemi á þriðja ári frá Seyðisfirði, fór með sigur af hólmi í Barkanum, söngkeppni Menntaskólans á Egilsstöðum á föstudagskvöld.
Ríkey Ásta sigraði einnig árið 2013 en hún söng að þessu sinni lagið Twisted með Skun Anansie.
Karólína Rún Helgadóttir frá Borgarfirði eystri varð önnur með lagið Tímaflakk eftir Caroline Castel. Karlólína Rún þýddi textann sjálf úr dönsku eftir áskorun frá stjúpmóður sinni.
Ásta Evlalía Hrafnkelsdóttir úr Fellum varð þriðja en hún flutti Take Me to Church með Hozier.

















