Furðuverur á ferð á öskudaginn: Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 19. feb 2015 11:19 • Uppfært 19. feb 2015 11:23
Teiknimyndahetjur, ofurhetjur, þjóðsagnaverur, illmenni og ávextir voru á meðal þeirra sem heimsóttu ritstjórnarskrifstofur Austurfréttar í gær.
Krakkar frá Egilsstöðum og Fellabæ komu og sungu fyrir starfsmenn á efri hæð Kaupvangs 6 sem hýsir meðal annars Austurfrétt og Vinnueftirlitið.
Lagavalið var fjölbreytt en vinsælt var að taka lög um krumma og úr Júróvisión.


































