Tíunda Hammond-hátíðin framundan: Fleiri bönd en nokkru sinni áður

10296452 655047764543708 4724549388089274488 oDagskrá tíundu Hammond-hátíðarinnar á Djúpavogi var kynnt í morgun. Stjórnandi segir dagskrána hafa verið hafða óvenju veglega í tilefni afmælisins.

„Við erum með fleiri bönd en nokkru sinni áður," segir Ólafur Björnsson sem leitt hefur hátíðina.

Hátíðin fer fram dagana 23. – 26. apríl. Á fimmtudagskvöldinu verða Amaba dama og Kiriyama Family, heimamaðurinn Prins Póló og Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar eru á föstudaginn, Bubbi og Dimma á laugardagskvöldi og Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson á sunnudag.

Undanfarin ár hafa um 800 manns mætt í heildina á hverja hátíð. Ólafur segir gestina fyrst og fremst Austfirðinga en einnig sé nokkuð um brottflutta Djúpavogsbúa.

Þá hafa ýmis viðburðir sprottið upp í kringum hátíðina en Ólafur segir að þeir verði nánar kynntir síðar. „Þetta er tíunda hátíðin og við vildum gera hana sérlega glæsilega. Við reynum að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.