Skip to main content

Tíunda Hammond-hátíðin framundan: Fleiri bönd en nokkru sinni áður

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 20. feb 2015 12:52Uppfært 20. feb 2015 12:53

10296452 655047764543708 4724549388089274488 oDagskrá tíundu Hammond-hátíðarinnar á Djúpavogi var kynnt í morgun. Stjórnandi segir dagskrána hafa verið hafða óvenju veglega í tilefni afmælisins.


„Við erum með fleiri bönd en nokkru sinni áður," segir Ólafur Björnsson sem leitt hefur hátíðina.

Hátíðin fer fram dagana 23. – 26. apríl. Á fimmtudagskvöldinu verða Amaba dama og Kiriyama Family, heimamaðurinn Prins Póló og Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar eru á föstudaginn, Bubbi og Dimma á laugardagskvöldi og Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson á sunnudag.

Undanfarin ár hafa um 800 manns mætt í heildina á hverja hátíð. Ólafur segir gestina fyrst og fremst Austfirðinga en einnig sé nokkuð um brottflutta Djúpavogsbúa.

Þá hafa ýmis viðburðir sprottið upp í kringum hátíðina en Ólafur segir að þeir verði nánar kynntir síðar. „Þetta er tíunda hátíðin og við vildum gera hana sérlega glæsilega. Við reynum að hafa dagskrána sem fjölbreyttasta þannig að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi."