ME sló MA út í Morfís

morfis meLið Menntaskólans á Egilsstöðum er komið í átta liða úrslit mælsku og rökræðukeppni framhaldsskólanna (MORFÍS) eftir að hafa slegið Menntaskólann á Akureyri út með 33ja stiga mun um síðustu helgi.

„Umræðu efnið gaf kannski ekki mikla möguleika til að vera frumleg þannig að keppnin þróaðist nokkuð fyrirsjáanlega en ME-liðið stóð sig mjög vel," segir þjálfari þess, Jóhann Már Þorsteinsson.

Umræðuefnið var fordómar og dæmdu tveir dómarar af þremur ME sigurinn. Heimamenn á Akureyri áttu hins vegar ræðumann kvöldsins.

MA hefur tvisvar unnið keppnina en ME hefur ekki komist jafn langt í henni síðustu tíu ár. Búið er að draga í næst umferð og mætir ME annað hvort Verslunarskóla Íslands eða Menntaskólanum í Hamrahlíð en liðin mætast í næstu viku.

„Ég vil frekar mæta Verzló því það er líklegra að við fáum heimakeppni gegn þeim. Annars skiptir það ekki máli. Mér skilst að bæði lið séu mjög sterk í ár," sagði Jóhann.

Lið ME, frá vinstri: Sigurður Jakobsson meðmælandi, Almar Blær Sigurjónsson stuðningsmaður, Rebekka Karlsdóttir frummælandi og María Elísabet Þorvaldsdóttir Hjarðar liðsstjóri. Mynd: Elsa Katrín

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.