ME sló MA út í Morfís
![morfis me](/images/stories/news/2015/morfis_me.jpg)
„Umræðu efnið gaf kannski ekki mikla möguleika til að vera frumleg þannig að keppnin þróaðist nokkuð fyrirsjáanlega en ME-liðið stóð sig mjög vel," segir þjálfari þess, Jóhann Már Þorsteinsson.
Umræðuefnið var fordómar og dæmdu tveir dómarar af þremur ME sigurinn. Heimamenn á Akureyri áttu hins vegar ræðumann kvöldsins.
MA hefur tvisvar unnið keppnina en ME hefur ekki komist jafn langt í henni síðustu tíu ár. Búið er að draga í næst umferð og mætir ME annað hvort Verslunarskóla Íslands eða Menntaskólanum í Hamrahlíð en liðin mætast í næstu viku.
„Ég vil frekar mæta Verzló því það er líklegra að við fáum heimakeppni gegn þeim. Annars skiptir það ekki máli. Mér skilst að bæði lið séu mjög sterk í ár," sagði Jóhann.
Lið ME, frá vinstri: Sigurður Jakobsson meðmælandi, Almar Blær Sigurjónsson stuðningsmaður, Rebekka Karlsdóttir frummælandi og María Elísabet Þorvaldsdóttir Hjarðar liðsstjóri. Mynd: Elsa Katrín