Skip to main content

Atli Þór keppir til úrslita um Matreiðslumann ársins

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. feb 2015 23:59Uppfært 27. feb 2015 00:16

atli matreidslukeppni weAustfirðingurinn Atli Þór Erlendsson, matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu, er einn þeirra fjögurra sem keppa til úrslita um titilinn Matreiðslumaður ársins 2015 á sunnudag.


Tíu matreiðslumenn kepptu í undanúrslitum keppninnar á mánudag og var Atli einn þeirra fjögurra sem komust áfram.

Þorskur er aðalhráefni keppninnar í ár en réttur Atla þorskhnakka humargljáa og marineruðum þroski með eggjakremi og reyktum hrognum.

Keppt verður til úrslita á Kolabrautinni í Hörpu á sunnudag en hátíðin Food&Fun stendur nú yfir í höfuðborginni.

Aðrir sem keppa til úrslita eru:
Axel Clausen – Fiskmarkaðurinn
Kristófer H. Lord – Lava Bláa Lónið
Steinn Óskar Sigurðsson – Vodafone