Austfirðingur meðal kaupenda Keiluhallarinnar
![keiluhollin simmi](/images/stories/news/2015/keiluhollin_simmi.jpg)
Sigmar kaupir reksturinn ásamt félaga sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni úr Hamborgarafabrikkunni og og Jóhannesi Stefánssyni í Múlakaffi.
„Við erum að taka við virkilega fallegri Keiluhöll og Egilshöllin er fyrir löngu búin að sanna sig sem ein stærsta íþrótta- og afþreyingarmiðstöð Íslands," segir Sigmar í tilkynningu.
„Okkar markmið er að auka veg og vanda keiluíþróttarinnar ásamt því að auka þjónustu við einstaklinga, hópa og fjölskyldur í leit að afþreyingu og góðum mat," segir Sigmar sem lofar nýjum veitingastað í tengslum við reksturinn í haust.