Skip to main content

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði á möguleika á Eyrarrósinni

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. mar 2015 15:43Uppfært 05. mar 2015 10:49

forseti stodvarfjordur 0043 webSköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er eitt af þeim tíu menningarverkefnum sem eiga möguleika á að hljóta viðurkenninguna Eyrarrósina í ár. Hún er veitt fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar.


Í umsögn um Sköpunarmiðstöðinni segir að með hugmyndafræði hennar, sem byggi á sjálfbærni og að nýta samlegðaráhrif skapandi einstaklinga og verkstæða, hafi Með því skapast aðstæður þar sem þekkingarmiðlun og samvinna á sér stað milli greina með tilheyrandi nýsköpun með það að markmiði að til verði áhugaverð störf skapandi greina.

Sköpunarmiðstöðin er eina austfirska verkefnið sem á möguleika í ár en níu verkefni víða af landinu eru í pottinum. Þau eru: Braggast á Sólstöðum í Öxarfirði, Ferskir vindar í Garði, Frystiklefinn á Rifi, Listasafn Árnesinga, Listasafnið á Akureyri, Nes listamiðstöð á Skagaströnd, Orgelsmiðjan á Stokkseyri, Verksmiðjan Hjalteyri og Þjóðlagasetrið á Siglufirði.

Þann 18. mars næstkomandi verður tilkynnt hvaða þrjú verkefni hljóta tilnefningu til verðlaunanna. Eitt þeirra hlýtur að lokum Eyrarrósina.

Eyrarrósin verður afhent með viðhöfn laugardaginn 4.apríl næstkomandi á Ísafirði. Að venju mun Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhenda verðlaunin.

Þrjú austfirsk menningarverkefni hafa hlotið Eyrarrósina, LungA-hátíðin og myndlistarmiðstöðin Skaftfell á Seyðisfirði og Bræðslan á Borgarfirði.