„Af því að Palli segir það"
![fjarmalavit egs web](/images/stories/news/2015/fjarmalavit_egs_web.jpg)
Kristín Lúðvíksdóttir er verkefnisstjóri Fjármálavits sem unnið er af Samtökum fjármálafyrirtækja. „Við höfum fundið mikla eftirspurn eftir kennsluefni um fjármál, bæði frá kennurum, foreldrum og nemendunum sjálfum. Fjármálavit er liður í að mæta þessari eftirspurn. Við höfum þróað efnið í allan vetur en kennslustundin samanstendur af myndböndum um fjármál og verkefnum sem nemendur leysa í kjölfarið."
Páll Óskar Hjálmtýsson er verndari verkefnisins en hann hefur lært á eigin skinni mikilvægi þess vera skynsamur í fjármálum. Í myndböndunum sem sýnd leika hinir ungu og efnilegu Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson, úr leikritinu Unglingurinn, sem sló í gegn i Gaflaraleikhúsinu í fyrra, auk Andreu Marín, sem lék Viggu í þáttunum Fólkið í blokkinni sem sýndir voru á RÚV.
Heimsóknin til Egilsstaða er byrjunin á röð heimsókna þar sem farið verður í grunnskóla um allt land. En um hvað spurðu krakkarnir? Guðmundur segir að þegar nemendurnir voru spurðir hvers vegna þau ættu að sýna skynsemi í fjármálum stóð ekki á svari. „Af því að Palli segir það."