„Af því að Palli segir það"

fjarmalavit egs web„Krakkarnir voru mjög áhugasöm og voru duglega að spyrja spurninga", segir Guðmundur Ólafsson, útibússtjóri Arion banka á Egilsstöðum, en hann ásamt Anítu Petursdóttur frá VÍS heimsóttu Egilsstaðaskóla fyrir helgi. Tilefni heimsóknarinnar var að hleypa af stokkunum verkefninu Fjármálavit, en verkefnið er liður í Evrópsku peningavikunni sem hefst í vikunni.

Kristín Lúðvíksdóttir er verkefnisstjóri Fjármálavits sem unnið er af Samtökum fjármálafyrirtækja. „Við höfum fundið mikla eftirspurn eftir kennsluefni um fjármál, bæði frá kennurum, foreldrum og nemendunum sjálfum. Fjármálavit er liður í að mæta þessari eftirspurn. Við höfum þróað efnið í allan vetur en kennslustundin samanstendur af myndböndum um fjármál og verkefnum sem nemendur leysa í kjölfarið."

Páll Óskar Hjálmtýsson er verndari verkefnisins en hann hefur lært á eigin skinni mikilvægi þess vera skynsamur í fjármálum. Í myndböndunum sem sýnd leika hinir ungu og efnilegu Arnór Björnsson og Óli Gunnar Gunnarsson, úr leikritinu Unglingurinn, sem sló í gegn i Gaflaraleikhúsinu í fyrra, auk Andreu Marín, sem lék Viggu í þáttunum Fólkið í blokkinni sem sýndir voru á RÚV.

Heimsóknin til Egilsstaða er byrjunin á röð heimsókna þar sem farið verður í grunnskóla um allt land. En um hvað spurðu krakkarnir? Guðmundur segir að þegar nemendurnir voru spurðir hvers vegna þau ættu að sýna skynsemi í fjármálum stóð ekki á svari. „Af því að Palli segir það."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.