Skip to main content

Bauð þingmönnum í heimsókn í Hauksstaði

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. mar 2015 14:18Uppfært 17. mar 2015 14:21

thorunn egils bondiÞórunn Egilsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi og bóndi á Hauksstöðum í Vopnafirði, bauð nýverið þingmönnum að koma og kynna sér dagleg störf bænda þar. Með því vildi hún fylgja eftir verkefninu „Dagur með bónda" sem Bændasamtök Íslands standa fyrir


„Kæra samstarfsfólk. Ef þið hafið löngun til að kynna ykkur daglegt starf og vinnuskilyrði bænda er ykkur meira en velkomið að koma með mér heim á Hauksstaði, ræða málin og taka þátt í daglegum störfum," sagði Þórunn í ræðustól Alþingis fyrir skemmstu.

Bændasamtök Íslands hafa frá árinu 1999 staðið fyrir verkefninu „dagur með bónda" þar sem bændur heimsækja skóla í þéttbýlinu og fræða nemendur og kennara um landbúnað og líf og störf í sveitinni.

Þórunn benti á að með framþróun í tækni og breyttu vinnulagi í landbúnaði þyrfti færri hendur í landbúnaðarstörf en áður þannig að færri kynnist vinnunni þar.

Því væru bændur hvattir til að opna bú sín og taka á móti gestum. Þórunn sagðist hafa áttað sig á að hún gæti lagt sitt af mörkum. þegar hún hefði hlustað á formann Bændasamtaka Íslands.