Skip to main content

Ætluðum bara að eignast nokkra hátalara en vöknuðum allt í einu með rosalega mikið dót

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. mar 2015 17:41Uppfært 18. mar 2015 17:46

hljodkerfaleigan 0005 webHljóðkerfaleiga Austurlands var stofnuð með það í huga að bæta hljóðið á sjómannadeginum í Neskaupstað. Starfsemin hefur undið upp á sig og taka starfsmenn fyrirtækisins að sér verkefni um allt land og stærstu hátíðir Austurlands.


„Við leysum það sem við erum beðnir um að leysa ef það tengist hljóði, ljósi eða mynd. Síðan erum við nýbúnir að bæta við veisluþjónustu þannig við getum græjað íþróttasal fyrir 500 manna veislu," segir Guðjón Birgir Jóhannsson.

„Við reddum öllum, meira að segja matnum og höfum skemmtikrafta. Þú átt bara að þurfa að taka símann upp einu sinn og hringja í okkur."

Guðjón og Þorvaldur Einarsson eru eigendur fyrirtækisins sem stækkað rækilega frá stofnun. „Við ætluðum okkur bara að eignast nokkra hátalara til að geta græjað sjómannadaginn og slíka viðburði. Okkur þótti þeir á fornöld.

Við keyptum nokkra hátalara en síðan fengum við fleiri og fleiri verkefni, fleiri hátalara og meiri búnað. Allt í einu vöknuðum við upp við að eiga rosalega mikið af dóti."

Að auki hafa þeir leigt út leiktæki og hoppukastala. „Okkur finnst gaman að sjá fólk skemmta sér."

Þeir hafa tekið að sér nokkrar af stærstu hátíðum Austurlands, svo sem árshátíð Fjarðaáls, Fjarðabyggðar og Síldarvinnslunnar. Þeir hafa staðið fyrir stóum jólatónleikum og fært rokkveisluna í Neskaupstað í nýjan búning.

Og hróður þeirra hefur borist út fyrir fjórðunginn því þeir hafa tekið að sér verk á Akureyri og í Reykjavík. „Við förum bara þangað sem vinnan er."

Rætt var nánar við Guðjón í nýjast þætti Glettna á N4.