CNN ruglast á Reyðarfirði og Seyðisfirði
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. mar 2015 16:59 • Uppfært 24. mar 2015 17:02
Reyðarfjörður er á nýjum lista bandarísku fréttaveitunnar CNN yfir tíu fáfarna ferðamannastaði sem mælt er með að heimsækja áður en þar fyllist allt af öðrum ferðamönnum. Greinarhöfundunum virðist hins vegar hafa orðið fótaskortur í austfirsku landafræðinni.
Mynd úr miðbæ Seyðisfjarðar, sem sýnir greinilega Bláu kirkjuna, fylgir greininni en enga mynd er að sjá frá Reyðarfirði.
Í umsögninni segir að ferðamannastraumur til Norðurlandanna hafi margfaldast síðustu ár og sé það meðal annars rakið til vinsælla sjónvarpsþátta sem gerist á norðurslóðum eins og Glæpsins.
Minnst er á að Fortitude-þættirnir, sem notið hafi nokkurra vinsælda bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, séu myndaðir á Reyðarfirði þótt þeir eigi í raun að gerast á norsku landssvæði.
Komið er inn á að hvergi sé hærra hlutfall innflytjenda á Íslandi en í þessum rétt ríflega 1000 manna bæ.
Þá er sérstaklega vikið að Stríðsminjasafninu sem sé vinsælasti áfangstaður ferðamanna á bænum þar sem næst stærsta bækistöð bandamanna á Íslandi hafi verið í síðari heimsstyrjöldinni.
Aðrir áfangastaðir á listanum eru: Gozo við Möltu, Suðurskautslandið, Kúbu, Solden í Austurríki, grísku eyjarnar, Viktoríufossar, St. Vincent og Grenada, St. Helena og Níkaragúa.
Minnst er á að Fortitude-þættirnir, sem notið hafi nokkurra vinsælda bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum, séu myndaðir á Reyðarfirði þótt þeir eigi í raun að gerast á norsku landssvæði.
Komið er inn á að hvergi sé hærra hlutfall innflytjenda á Íslandi en í þessum rétt ríflega 1000 manna bæ.
Þá er sérstaklega vikið að Stríðsminjasafninu sem sé vinsælasti áfangstaður ferðamanna á bænum þar sem næst stærsta bækistöð bandamanna á Íslandi hafi verið í síðari heimsstyrjöldinni.
Aðrir áfangastaðir á listanum eru: Gozo við Möltu, Suðurskautslandið, Kúbu, Solden í Austurríki, grísku eyjarnar, Viktoríufossar, St. Vincent og Grenada, St. Helena og Níkaragúa.