Skip to main content

Morfís: Klukkustundar bið eftir liði Verzlunarskólans

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 25. mar 2015 18:31Uppfært 26. mar 2015 09:07

morfis me vi 0002 webRæðukeppni Menntaskólans á Egilsstöðum og Verzlunarskóla Íslands seinkaði um klukkutíma þar sem gestaliðið mætti ekki á tilskyldum tíma. Þjálfari liðsins sagði vandræði með prentara meðal annars hafa tafið fyrir.


Ríflega 140 áhorfendur auk liðs ME voru mættir tímanlega í hátíðarsal Egilsstaðaskóla þegar keppnin átti að hefjast klukkan 19:00 í gærkvöldi.

Verzlingar létu hins vegar ekki sjá sig fyrr en undir klukkan átta og keppnin hófst nokkrum mínútum síðar.

Sigríður María Egilsdóttir, þjálfari liðs Verzló, bar því við að síðasti liðsmaður liðsins hefði komið með flugi sem lenti klukkan 19. Þar sem einn dómaranna hefði verið í sömu vél hefði það ekki átt að koma niður á keppninni. „Keppnin hefst ekkert fyrr en dómarinn kemur."

En þegar búið var að landa liðsmanninum átti eftir að prenta út svör. „Við fengum aðila úr menntaskólanum til að hjálpa okkur við að prenta og það prentaðist vitlaust út," sagði hún.

Viðureign skólanna var í átta liða úrslitum mælsku- og rökræðukeppninnar Morfís. Umræðuefnið var hvort mannkynið lærði af sögunni og mælti Verzló með en ME gegn.

Keppnin var nokkuð lífleg þrátt fyrir nokkur skot milli liðanna héldu þau sig við málefnið. Verzló hafði yfirhöndina enda gekk ME illa að vinna sig út úr afar þröngum skilgreiningu á lærdómi annars vegar og sögu hins vegar.

Að lokum fór svo að Verzló vann með 1453 stigum gegn 1220. Elín Harpa Héðinsdóttir, annar stuðningsmaður Verzló, var ræðumaður kvöldsins með 527 stig.

Sigurður Jakobsson, fyrri stuðningsmaður ME, vakti nokkra athygli þegar hann innbyrti kleinu með kokteilsósu í lok ræðu sinnar en hann vakti athygli í fyrra þegar hann tók þátt í sjónvarpsþáttunum Biggest Loser Ísland.

Auk hans voru Rebekka Karlsdóttir, Almar Blær Sigurjónsson og María Elísabet Þorvaldsdóttir Hjarðar í liði ME. Þjálfarar þess voru Jóhann Már Þorsteinsson og Ásta Hlín Magnúsdóttir.



morfis me vi 0017 webmorfis me vi 0019 webmorfis me vi 0022 webmorfis me vi 0025 webmorfis me vi 0031 webmorfis me vi 0035 webmorfis me vi 0050 webmorfis me vi 0053 webmorfis me vi 0056 web
morfis me vi 0010 web