„Er þetta ekki bara einhver brandari?": Lið Fljótsdalshéraðs mætir Hafnfirðingum í Útsvari
Útsvarslið Fljótsdalshéraðs mætir liði Hafnarfjarðar í síðasta leik átta liða úrslita í kvöld. Liðið skipa þau Björg Björnsdóttir, Eyjólfur Þorkelsson og Þorsteinn Bergsson.Austurfrétt setti sig í samband við Eyjólf rétt áður en hann fór á flugvöllinn á leið sinni til Reykjavíkur. Aðspurður hvort hann væri ekkert smeykur um að komast ekki vegna veðurs svaraði hann; „Þúsund óðir hestar gætu ekki stöðvað okkur! Andinn í liðinu er mjög góður, þetta verður feikilega gaman, sama hvernig fer. Það væri að sjálfsögðu bónus að vinna, annars berum við bara höfuðið hátt," sagði Eyjólfur.
Eyjólfur segist finna fyrir miklum áhuga á keppninni hjá heimafólki. „Það er alveg ótrúlegt hvað keppnin er vinsæl, sérstaklega hjá eldra fólki. Ég er mikið spurður út í þetta, til dæmis bæði á heilsugæslunni og í leikskólanum.
Fyrir utan alla sem horfa í heimahúsinum veit ég um fjölmarga sem ætla að hittast í Valaskjálf í kvöld, horfa á keppnina og fá sér öl," segir Eyjólfur en keppnin verður sýnd í Valaskjálf auk þess sem þeim sem eru staddir á höfuðborgarsvæðinu gefst kostur á því að mæta í sjónvarpssal og vera viðstaddir beina útsendingu.
Hvernig lýst liðinu á keppinauta kvöldsins? „Er þetta ekki bara einhver brandari?" svaraði Eyjólfur, sem bætir við að liðið hafi staðið sig vel og sé verðugur keppinautur.
Hvernig lýst liðinu á keppinauta kvöldsins? „Er þetta ekki bara einhver brandari?" svaraði Eyjólfur, sem bætir við að liðið hafi staðið sig vel og sé verðugur keppinautur.