Ferjufrétt var aprílgabb
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. apr 2015 15:11 • Uppfært 02. apr 2015 17:31
Ekkert er hæft í frétt Austurfréttar frá í gær um að Fjarðabyggð hyggist kaupa farþegaferju og hefja siglingar milli Íslands og Evrópu enda var hún aprílgabb.
Fréttin var töluvert lesin og nokkuð deilt en því miður voru fáir sem hlupu apríl eins og leikurinn var gerður til með því að skrifa nafn sitt á undirskriftalista þar sem gjörningnum væri mótmælt.
Eitthvað var þó um að menn létu blekkjast um stutta stund og lýstu mögulega skoðun sinni á Facebook.
Erfiðast var þó að glíma við svokallaða veisluvandala sem vildu láta aðra lesendur vita af því þarna væri gabb á ferðinni og stóð ritstjórn Austurfréttar í ströngu yfir daginn við að reyna að fela ummæli þeirra!