Fljótsdalshérað áfram í Útsvari: Hvað sögðu áhorfendur?
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 02. apr 2015 17:39 • Uppfært 02. apr 2015 18:37
Lið Fljótsdalshéraðs tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum spurningakeppninnar Útsvars með 71-59 sigri á Hafnfirðingum.
Fljótsdalshérað náði undirtökunum í leikþættinum og jók forskotið í valflokkaspurningum. Þegar komið var að stóru spurningunum hafði liðið 20 stiga forskot, 61-41.
Fyrsta spurningin klúðraðist þar sem liðið taldi sig vita betur en símavininn en það kom ekki að sök því næstu spurningu var svarað rétt og þar með var sigurinn í raun í höfn.
Liðið skipa Eyjólfur Þorkelsson, Þorsteinn Bergsson og Björg Björnsdóttir. Það mætir Skagafirði í undanúrslitum 10. apríl.
Þetta höfðu áhorfendur að segja um þáttinn meðan útsending stóð yfir.