Enn óvíst um framhald Fortitude

rfj fortitude 0016 webEngin ákvörðun hefur enn verið opinberuð um framhald Fortitude-sjónvarpsþáttanna. Senn líður að lokum sýninga þeirra í Bretlandi.

„Akkúrat núna er ekki frá neinu að segja um mögulega aðra þáttaröð af Fortitude," segir Luke Morrison, talsmaður Sky Atlantic sjónvarpsstöðvarinnar í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Við frumsýningu þáttanna í janúar sagði einn framleiðandi þáttanna að ákvörðunar um framhaldið væri að vænta um mánaðarmótin mars/apríl þegar sýningar þáttanna væru vel á veg komnar.

Tólfti og síðasti þátturinn verður sendur út í Bretlandi á fimmtudagskvöld. Hérlendis verður þáttur níu af tólf sendur út sama kvöld.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.