Skip to main content

Enn óvíst um framhald Fortitude

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. apr 2015 09:43Uppfært 07. apr 2015 09:44

rfj fortitude 0016 webEngin ákvörðun hefur enn verið opinberuð um framhald Fortitude-sjónvarpsþáttanna. Senn líður að lokum sýninga þeirra í Bretlandi.


„Akkúrat núna er ekki frá neinu að segja um mögulega aðra þáttaröð af Fortitude," segir Luke Morrison, talsmaður Sky Atlantic sjónvarpsstöðvarinnar í svari við fyrirspurn Austurfréttar.

Við frumsýningu þáttanna í janúar sagði einn framleiðandi þáttanna að ákvörðunar um framhaldið væri að vænta um mánaðarmótin mars/apríl þegar sýningar þáttanna væru vel á veg komnar.

Tólfti og síðasti þátturinn verður sendur út í Bretlandi á fimmtudagskvöld. Hérlendis verður þáttur níu af tólf sendur út sama kvöld.