Fortitude: Erum full væntinga um að vinna aftur eystra

frystihusid webMarkaðsstjóri Pegasus segist ekki eiga von á öðru en ný þáttaröð af spennuþáttunum Fortitude verði teknir upp á Austfjörðum. Tilkynnt var um framhald þáttanna í morgun.

„Við höfum haldið geymsluplássi og öðru fyrir austan og verið í viðbragðsstöðu," segir Einar Sveinn Þórðarson, markaðsstjóri Pegasus.

Sky sjónvarpsstöðin staðfesti í morgun að ráðist yrði í gerð annarrar þáttaraðar en sýningu þeirrar fyrstu lýkur í Bretlandi og Bandaríkjunum í kvöld.

Talsmaður Sky sagði í samtali við Austurfrétt í morgun að líklegt væri að þættirnir yrðu aftur teknir upp á Austurlandi en það yrði þó ekki staðfest fyrr en handritið væri fullklárað.

Einar telur ólíklegt að leitað verði að öðrum tökustað.

„Það er ekki búið að skrifa þættina svo við vitum ekki allt, en Fortitude er Fortitude og sá bær er gerður úr Reyðarfirði, Eskifirði og nærliggjandi svæðum. Það væri skrýtið ef þeir skrifuðu bæinn út sem serían heitir eftir, svo við erum full væntinga um að vinna aftur þar eystra."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.