Fólkið í landinu studdi Fljótsdalshérað: Ég er alltaf jafn skotin í Þorsteini

fljotsdalsherad utsvar bjorhatidLið Fljótsdalshéraðs keppir til úrslita í spurningakeppninni Útsvari en liðið lagði Skagafjörð 68-36 í undanúrslitum á föstudagskvöld. Lið Fljótsdalshéraðs hafði víðtækan stuðning áhorfenda.

Keppnin virtist óvenju erfið miðað við stigaskorið sem var sérstaklega dræmt framan af. Fljótsdalshérað náði samt strax forskoti í bjölluspurningunum og jók það jafnt og þétt út keppnina.

Héraðsliðið var afar öruggt með sig og vakti Björg Björnsdóttir athygli fyrir að segja ítrekað „Það er rétt“ eftir að liðið hafði svarað, áður en kynnar eða dómari keppninnar höfðu staðfest að svo væri.

Þá vakti Þorsteinn Bergsson einnig mikla lukku meðal áhorfenda. Eins verður að minnast á Útsvars-app sem kynnt var til sögunnar í keppninni á föstudagskvöld.

Fljótsdalshérað hefur tvívegis áður komist í úrslit, árið 2009 tapaði liðið fyrir Kópavogi og 2012 fyrir Grindavík. Úrslitakeppnin verður föstudagskvöldið 24. apríl en næsta föstudagskvöld kemur í ljóst hvort Fljótsdalshérað mætir þar Reykjavík eða Seltjarnarnesi.

Þau Björg, Þorsteinn og Eyjólfur voru kát eftir sigurinn en enn kátari urðu þau þegar Skagfirðingar buðu þeim á bjórhátíð á Hólum. Mynd: RÚV



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.