„Lyklarnir munu aldrei gleymast í aftur": Stolin bifreið komin í leitirnar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 13. apr 2015 13:55 • Uppfært 13. apr 2015 13:56
Bifreið sem stolið var úr bílastæði fyrir utan heimili á Reyðarfirði aðfaranótt sunnudag er kominn í leitirnar.
Thelma Rún Magnúsdóttir og Heimir Arnfinnsson vöknuðu upp við heldur vondan draum á sunnudagsmorgun en bíllinn þeirra, Subaru Legacy, var horfinn úr stæðinu.
Málið fékk þó góðan endi, því sá sem tók bílinn ófrjálsri hendi, hafði samband við Thelmu og Heimi síðdegis í gær og vildi skila honum. Bíllinn hlaut engar skemmdir af.
„Fyrir eitthvað algert kæruleysi voru lyklarnir í bílnum þessa nótt," sagði Thelma Rún í samtali við Austurfrétt. „Það er frekar óhugnarlegt að upplifa eitthvað svona, en ég held að þetta hafi verið einstakt tilfelli. Það er þó alveg á hreinu að lyklarnir munu aldrei gleymast í bílnum aftur."