„Við vitum að Austfirðingar hafa frábæran húmor": Mið-Ísland verður í Egilsbúð í kvöld

mid island
Strákarnir í Mið-Íslandi verða með uppistand í Egilsbúð í kvöld, en það er VA sem stendur fyrir atburðinum.

Kvöldið leggst vel í Rúnar Má Theódórsson, meðlim í nemendaráði VA.

„Við erum að safna fyrir árshátíðinni okkar sem verður í lok apríl. Okkur langaði því að vera með skemmtilegan viðburð fyrir alla og vitum að Mið-Ísland uppfyllir þær kröfur. Hluti hópsins kom hingað fyrir tveimur árum og fyllti húsið, þannig við megum búast við að þakið rifni af í kvöld," sagði Rúnar Már.

Austurfrétt náði tali af Birni Braga Arnarsyni rétt áður en hópurinn hoppaði upp í flugvél á leið sinni austur.

„Við erum hrikalega spenntir. Við erum búnir að sýna þessa sýningu yfir 50 sinnum í Þjóðleikhúskjallaranum, en það er alltaf gaman að koma á nýja staði. Við vitum að Austfirðingar eru með frábæran húmor þannig að það er frábært kvöld í vændum," sagði Björn Bragi.

Boðið verður uppá tvær sýningar, annars vegar klukkan 17:30 og hins vegar klukkan 20:00. Almennt miðaverð er 3000 krónur, en 2500 fyrir nemendur VA.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.