„Það er þörf fyrir svona fyrirtæki á Austurlandi": Starfsfolk.is er farin í loftið

Starfsfolk.is logo webStarfsfolk.is er ný austfirsk starfsmannamiðlun- og ráðningarskrifstofa.

Stofnendur og eigendur fyrirtækisins eru Marías Ben. Kristjánsson og Guðmundur R. Gíslason.

„Guðmundur fékk þessa hugmynd fyrir nokkrum árum og síðan þá höfum við spjallað um möguleikann og fundið þörfina fyrir þjónustu sem þessari," segir Marías.

Undirbúningur fyrirtækisins hefur staðið í tvö ár. „Við sóttum um styrk í haust til Austurbrúar, í Vaxtasamning Austurlands, til að koma verkefniu af stað. Við fengum hann og höfum eftir áramótin verið að útfæra framkvæmdina og opnuðum heimasíðu, Facebooksíðu og fyrirtækið formlega þann 1. apríl."

Ekki er einungis um hefðbundna ráðningarskrifstofu að ræða, heldur einnig starfsmannamiðlun, sem gengur út á möguleikann að miðla fólki milli fyrirtækja, til dæmis vegna árstíðabundinna sveiflna í rekstri, en slíkt fyrirkomulag segir Marías vel þekkt á Norðurlöndum og mikið nýtt af fyrirtækjum þar.


Engin ástæða fyrir öðru en bjartsýni

Marías segir að þeir hafi fundið mikinn meðbyr með verkefninu frá upphafi og er sannfærður um að þörfin sé til staðar. 

„Já, það er þörf fyrir svona fyrirtæki á Austurlandi og höfum við fundið mikinn áhuga og meðbyr núna í upphafi. Núna erum við til dæmis að auglýsa eftir starfsfólki fyrir nýja hótelið á Eskifirði og í maí munum við auglýsa spennandi starf í fjórðungnum, þannig að við höfum enga ástæðu fyrir öðru en bjartsýni.

Auk þess að sækja um auglýst störf getur fólk skráð sig á heimasíðunni og við höfum samband þegar heppilegt starf kemur inn. Þó nokkrir hafa þegar skráð sig, bæði þá sem vantar vinnu, en einnig fólk sem er í vinnu en er tilbúið að skoða sína möguleika ef eitthvað spennandi býðst.

Við vitum líka að eftirpurn er eftir starfsmannamiðlunarhlutanum – það höfum við orðið varir við í viðræðum okkar við stjórnendur fyrirækja hér á Austurlandi, bæði í undirbúningi og upphafi verkefnisins.

Við stefnum á að fara um Austurland í maí og kynna fyrirtækið og þá möguleika sem það býður austfirskum fyrirtækjum."


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.