Skip to main content

Kristín Ágústsdóttir er nýr forstöðumaður Náttúrustofu Austurlands

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. apr 2015 13:25Uppfært 15. apr 2015 13:26

kristin agustsdottir na webStjórn Náttúrustofu Austurlands hefur ráðið Kristínu Ágústsdóttur í starf forstöðumanns Náttúrustofu Austurlands frá og með 1. júní.



Kristín hefur lokið B.Sc. námi í landfræði frá Háskóla Íslands og M.Sc. námi í eðlisrænni landfræði og vistkerfisgreiningum frá Háskólanum í Lundi. Auk þess hefur hún B.Ed. kennsluréttindi frá Háskólanum á Akureyri.

Kristín hefur starfað við margs konar rannsóknir hjá Náttúrustofu Austurlands frá árinu 1999 og þekkir því vel til starfseminnar. Hún hefur einnig starfað sem sérfræðingur og snjóeftirlitsmaður hjá Veðurstofunni, sérfræðingur hjá Verkfræðistofunni Hönnun, aðstoðarmaður Alþingismanns, fréttaritari Morgunblaðsins og setið í ýmsum nefndum á vegum Fjarðabyggðar. Þá hefur hún starfað í hafrannsóknahópi hjá Marsýn við Háskóla Íslands.