Stormurinn sigraði þriðja Austurlandsmótið í Kínaskák

kinaskak5 webStormurinn frá Fáskrúðsfirði fór með sigur af hólmi í þriðja Austurlandsmóti í Kínaskák sem haldið var á Reyðarfirði á miðvikudagskvöldið.

Helga Hinriksdóttir, konan á bak við Kínaskákina austanlands, segir spilið einfalt og skemmtilegt – ekki ósvipað Rommý, en þó spilað með þremur stokkum og þremur jógerum.

Helga hefur spilað Kínaskák í sex ár, en hún kom á laggirnar klúbbnum, Mitt fólk fyrir austan, þegar hún flutti á Reyðarfjörð og hefur síðan þá breitt út boðskapinn.

„Nú eru starfandi fimm klúbbar í fjórðungnum, tveir á Fáskrúðsfirði og einn á Héraði og á Reyðarfirði," segir Helga, en hennar klúbbur hittist og spilar hálfsmánaðarlega.

Athygli vekja frumlegar nafngiftir klúbbanna, en Ásynjur frá Héraði hlutu bæði einstaklingsverðlaun og skussaverðlaun og Afgangarnir frá Fáskrúðsfirði hafa tækifæri til þess að sanna sig á heimavelli að ári. Dauðasveitn frá Reyðarfirði komst ekki til keppni að þessu sinni.

kinaskak1 webkinaskak2 webkinaskak3 webkinaskak4 webkinaskak5 web

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.