Anddyri Austurlands: Upplýsingamiðstöð og Hús handanna á Egilsstöðum

Nían -myndAusturbrú hefur gengið frá samningi við Hús Handanna á Egilsstöðum um rekstur Upplýsingmiðstöðvar Austurlands. Um er að ræða tilraunaverkefni í eitt ár.

Starfshópur sem skipaður var um málið komst að þeirri niðurstöðu að skynsamlegt væri að Upplýsingamiðstöð Austurlands væri í Húsi Handanna. Talið var að þessi breyting gæti orðið farsæl fyrir báða aðila þar sem ekki síst væri byggt á reynslu Húss Handanna, sem hefur um árabil sérhæft sig í að selja og kynna austfirska hönnunarvöru og listvarning.

Samkvæmt samningnum mun í Húsi Handanna verða rekin upplýsingamiðstöð sem veitir ferðamönnum hlutlausar upplýsingar um þjónustu og staðhætti á Austurlandi og landinu í heild. Horft er til þess að samlegð í rekstri geti stutt við báðar rekstrareiningar.

Upplýsingamiðstöðin verður til húsa á fjölförnustu gatnamótum Austurlands í sama rými og verslun Húss Handanna, að Miðvangi 1-3 Egilsstöðum. Þar verður áhugaverður áningarstaður þar sem kynnt verður allt það besta sem Austurland hefur upp á að bjóða í þjónustu, náttúruupplifun og vörum úr héraði, einskonar „Anddyri Austurlands" þar sem ferðamaðurinn fær allar upplýsingar um fjórðunginn á einum stað.

Upplýsingamiðstöð Austurlands verður opnuð formlega í byrjun maí en upplýsingagjöf er hafin á opnunartíma Húss Handanna sem er 12- 18 til 15. maí. Sumaropnunartími verður frá 8.30 – 18.00 alla virka daga og 11-16 um helgar.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.