Menningarsjóður Gunnarsstofnunar auglýsir eftir umsóknum í fyrsta sinn

skriduklausturStjórn Menningarsjóðs Gunnarsstofnunar auglýsir eftir umsóknum um styrki sem á að úthluta á fæðingardegi Gunnar Gunnarssonar skálds, 18. maí nk. Verður það í fyrsta sinn sem veitt verður úr sjóðnum.

Til úthlutunar er ein milljón króna sem deila á milli allt að þriggja verkefna.

Að þessu sinni leggur sjóðsstjórnin áherslu á verkefni sem tengjast ritverkum og ævi Gunnars Gunnarssonar og önnur verkefni sem samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.

Umsóknarfrestur rennur út 10. maí og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Gunnarsstofnunar, www.skriduklaustur.is.

Menningarsjóður Gunnarsstofnunar var stofnaður árið 2013 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þriggja manna stjórn stýrir sjóðnum en samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.