Fjöldi fylgdist með æfingaflugi þotu – Myndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. apr 2015 17:37 • Uppfært 21. apr 2015 17:38
Forvitna Héraðsbúa dreif að þegar þota frá Icelandair æfði lendingar á Egilsstaðaflugvelli í síðustu viku.
Þotan var þar í rúman klukkutíma og lenti einum fimmtán sinnum. Hún stoppaði þó aldrei alveg, hjólin fóru niður á flugbrautina áður en gefið var í og hún hóf sig til lofts á ný.
Þá sveimaði hún einn hring yfir Fellunum áður en hún dreif sig inn til lendingar á ný.
Þotur Icelandair koma annað slagið í slíkar æfingar á Egilsstöðum. Nokkrir flugmenn eru þá um borð og skiptast á að halda um stýrið.
Þoturnar vöktu mikla athygli heimamanna og var bíll við bíl við úti í kanti á Egilsstaðanesi þar sem forvitnir fylgdust með. Ljósmyndari Austurfréttar var þeirra á meðal.







