Skip to main content

Uppselt á Hammond-hátíð sem hefst í kvöld

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. apr 2015 11:19Uppfært 23. apr 2015 12:10

10012775 654384274610057 8265061363352397669 oUppselt er á alla tónleika Hammond-hátíðar Djúpavogs sem sett verður að vanda í kvöld. Hátíðin hefur fest sig í sessi undanfarin tíu ár og er orðin að langstærsta menningarviðburði staðarins.


Hátíðin er tónlistarhátíð þar sem Hammond-orgelið er hafið til vegs og virðingar en henni fylgja einnig ýmsir viðburðir.

Þannig verður í Löngubúð í dag opnuð myndlistarsýning Hildar Bjarkar klukkan 14:00.

Tónlistarhátíðin hefst hins vegar í kvöld með tónleikum Amaba dama og Kiriyama Family. Á morgun er það Karlsstaðaprinsinn sem kennir sig við Póló og Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar og Bubbi og Dimma mæta á laugardag.

Á sunnudag verður fyrirlestur um edrúlífið þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, verður annar fyrirlesara.

Hátíðinni lýkur svo með tónleikum Magga Eiríks og Pálma Gunnars í kirkjunni en orgelleikarinn Þórir Úlfarsson leikur undir með þeim.

Frá Hammond-hátíð í fyrra. Mynd: Ólafur Björnsson