Lokatónleikum Hammond-hátíðar frestað
Skipuleggjendur Hammond-hátíðar Djúpavogs sendu í morgun frá sér yfirlýsing um að lokatónleikum hátíðarinnar, sem fara áttu fram í Djúpavogskirkju í dag, hafi verið frestað vegna veðurútlits.Í yfirlýsingu þeirra segir að þeim þyki „átakanlega sárt" að taka þessa ákvörðun en eftir „langa yfirlegu" hafi „fátt annað" verið í stöðunni.
Þar áttu að koma fram Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiríksson ásamt orgelleikaranum Þóri Úlfarssyni. Ný tímasetning hefur ekki verið ákveðin en verður auglýst „með góðum fyrirvara."
Aðgangsmiðar þeirra sem búnir voru að kaupa sig inn á tónleikana gilda.
Veðurstofan spáir norðvestan 13-20 m/s með snjókomuj eða skafrenninig í dag og hvassast út við sjóinn. Hálka eða skafrenningur er á flestum leiðum og sums staðar stórhríð. Ófært og stórhríð er á Fjarðarheiði og ófært og óveður á Vatnsskarði eystra.
Öxi og Breiðdalsheiði eru ófærar.
Frá lokatónleikum Hammond-hátíðar í fyrra. Mynd: Ólafur Björnsson