Skip to main content

Naumur sigur Reykjavíkur í Útsvari: Kóróna og ódýr lokaspurning

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 26. apr 2015 09:51Uppfært 27. apr 2015 17:59

fljotsdalsherad utsvar bjorhatidFljótsdalshérað tapaði naumlega gegn Reykjavík í úrslitaþætti spurningakeppninnar Útsvars á föstudagskvöld 66-70. Keppnin var afar jöfn og spennandi til loka en Reykjavík tryggði sér sigurinn með að svara rétt 15 stiga spurningu um líkklæði Jesúm Krists.


Ef marka má viðbrögð áhorfenda á Twitter virðist þeim hafa þótt sú spurning fremur auðveld. Eins hefur dómari keppninnar sætt gagnrýni fyrir að hafa ekki gefið liði Reykjavíkur rétt fyrir að svara Kóróna þegar spurt var um Kóróna-föt.

Lið Fljótsdalshéraðs vakti lukku sem fyrr og að þessu sinni fékk Eyjólfur Þorkelsson læknir sérstakt hrós fyrir leik sinn.