Feiknastuð á Hammond-hátíð – Svipmyndir
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. apr 2015 18:04 • Uppfært 27. apr 2015 18:06
Bubbi og Dimma slógu botninn í Hammond-hátíð Djúpavogs sem haldin var um helgina. Hátíðin var hin tíunda í röðinni og hefur fest sig í sessi sem langstærsti menningarviðburður Djúpavogshrepps.
Veðrið setti reyndar strik í reikninginn þar sem lokatónleikunum var frestað vegna veðurs en þeir verða haldnir síðar.
Miðað við svipmyndir sem hátíðargestir deildu á Facebook er ekki annað að sjá en stuð hafi verið á hátíðinni sem hófst á fimmtudag.