Skip to main content

Hlaup til að efla andann á degi verkalýðsins: Launaflshlaupið er 1. maí

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. apr 2015 12:04Uppfært 28. apr 2015 13:15

launaflshlaupÞann 1. maí verður hið árlega Launaflshlaup, þegar hlaupið verður frá skrifstofu Launafls á Reyðarfirði og yfir á Eskifjörð.



Er þetta fjórða árið í röð sem hlaupið er haldið og hefur þátttakan farið vaxandi ár frá ári. Fríða Björk Bragadóttir, starfsmaður Launafls, segir hugmyndina upphaflega hafa kviknað vegna þess að fá hlaup væru haldin í Fjarðabyggð, auk þess sem tilvalið væri að hlaupa saman 1. maí og sýna þannig samstöðu og efla andann á degi verkalýðsins.

Hlaupaleiðin er 13,7 kílómetrar og endar við sundlaugina á Eskifirði. Keppt er um bikara í kvenna og karlaflokki, auk þess sem verðlaunapeningar eru fyrir þrjú efstu sætin í hvorum flokki.

Vatnsstöðvar eru á leiðinni og frítt er í sund fyrir hlaupagarpa að hlaupi loknu.

Hlaupið hefst klukkan 11 á föstudagsmorgun og hægt er að skrá sig í hlaupið með því að senda póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða skrá sig á staðnum.