Ekki verður prófað í leiklist: Fjarðabyggð leitar að nýjum þátttakendum fyrir Útsvar
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. apr 2015 11:29 • Uppfært 30. apr 2015 11:29
Fjarðabyggð leitar að öflugum einstaklingum til að skipa lið sveitarfélagsins í spurningakeppninni Útsvari næsta vetur.
Forval fer fram á bæjarskrifstofu Fjarðabyggðar næstkomandi mánudag klukkan 17:00.
Gunnlaugur Sverrisson, forstöðumaður stjórnsýslu í Fjarðabyggð, segir ekki öruggt hve mikil endurnýjun verði í liðinu, en hvetur fólk til þess að mæta á staðinn og taka þátt.
„Það er um að gera fyrir þá sem telja sig hafa þá umframþekkingu sem þarf til þess að mæta. Fólk þarf ekki að vera feimið og ekki verður prófað í leiklist," segir Gunnlaugur.
„Við ætlum okkur að gera vel og auðvitað er stefnan alltaf sett á sigur," segir Gunnlaugur – aðspurður um hvort verið sé að útbúa sigurlið næsta veturs.