Skip to main content

Ljóðasafn, fyrsta bók austfirsks forlags og fyrirlestur um eldgosið

LífiðThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 01. maí 2015 22:47Uppfært 01. maí 2015 22:48

ingunn snaedal webÚtgáfu Ljóðasafns Ingunnar Snædal verður fagnað í Fellabæ á sunnudag, fyrsta bók forlagsins Bókstafur er komin úr prentun og í Breiðdalssetri verður fyrirlestur um eldgosið í Holuhrauni.


Safn Ingunnar inniheldur heildarsafn ljóða hennar á árunum 1995-2015 ásamt áður óbirtum ljóðum. Ingunn hefur sent frá sér fimm ljóðabækur, sem hafa vakið athygli og aflað henni vinsælda. Hún er margverðlaunuð fyrir ljóð sín.

Hófið verður í Bókakaffi á sunnudag klukkan 16:00.

„Rachel fer í frí" er komin út. Bókin er önnur bók metsöluhöfundarins Marian Keyes en sú fyrsta sem kemur út á íslensku og er þýdd af Sigurlaugu Gunnarsdóttur.

Þótt bókin sé vissulega sumarleyfabók þá er efni hennar af alvarlegra taginu. Marian Keyes er sérfræðingur í að fjalla um alvarleg málefni af miklu innsæi og kímnigáfu í senn.

Í bókinni „Rachel fer í frí" eru það fíknisjúkdómar sem hún tekur til meðferðar og byggir þar að hluta til á eigin reynslu. Bókin fer í dreifingu um og eftir helgi og verður til sölu allsstaðar sem því verður við komið.

Og í Breiðdalssetri klukkan 16:00 á laugardag mun Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við Háskóla Íslands fjalla um Nornahraun og eldgosið norðan Vatnajökuls.