Færeyska trúboðaskipið Jóhanna TG326 heimsækir Austfirðinga
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 04. maí 2015 10:29 • Uppfært 04. maí 2015 10:30
Færeyska trúboðaskipið Jóhanna TG326 kom til Hafnar í Hornafirði í gær og mun næstu daga sigla milli fjarða og áhöfn þess heimsækja íbúa. Skipið verður á Djúpavogi í dag.
Í fréttatilkynningu segir að undanfarin ár hafi færeyingar heimsótt nágrannalönd sín á skipinu Juvel II, en nú þegar röðin hafi verið komin að Íslandi, komi þeir á færeyska kútternum Jóhönnu TG326.
Síðustu sumur hefur tuttugu manna áhöfn siglt til Grænlands og staðið fyrir námskeiðum um kristna trú og gefið íbúum fátækari byggða landsins bæði biblíur og fatnað. Kristniboðastarfið á rætur að rekja til ársins 1977 þegar hópur kristinna manna í Færeyjum ákvað að kaupa eldri bát og fara í trúboð til nálægra landa.
Áhöfn kúttersins verður bæði með móttöku um borð í skipinu sem og samveru í kirkju hvers staðar.
- Djúpivogur – mánudagur 4. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í Tryggvabúð kl. 16:00
- Breiðdalsvík – þriðjudagur 5. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í grunnskólanum kl. 20:00
- Stöðvarfjörður – miðvikudagur 6. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í safnaðarheimiliu kl. 20:00
- Fáskrúðsfjörður – fimmtudagur 7. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í Fáskrúðsfjarðarkirkju kl. 20:00
- Reyðarfjörður – föstudagur 8. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í Reyðarfjarðarkirkju kl. 20:00
- Eskifjörður – laugardagur 9. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í Eskifjarðarkirkju kl. 20:00
- Neskaupstaður – sunnudagu 10. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í Norðfjarðarkirkju kl. 20:00
- Seyðisfjörður – mánudagur 11. maí: Á bryggju kl. 13:00 og í Seyðisfjarðarkirkju kl. 20:00
Ljósmyndina tók Runólfur Hauksson þegar Jóhanna sigldi inn til Hafnar í gær.